Austurvegur 39-41 á Selfossi

Við erum afar stolt af þessu skemmtilega verkefni sem stóð yfir í rétt rúm tvö ár, en framkvæmdir hófust síðsumars árið 2017. Alls eru þetta 37 íbúðir ásamt niðurgrafinni bílgeymslu. Íbúðirnar eru eingöngu ætlaðar fyrir fólk sem er 50 ára og eldra. Verkefnið vannst vel og í góðri sátt við nærumhverfið og er ásýnd húss og lóðar mikil prýði við Austurveginn, enda íbúar þess afar áhugasamir við að halda lóð og húsi í snyrtilegu horfi.